"Þjóðarbúið er of dýrt í rekstri"...

er fyrirsögn greinar eftir Styrmi Gunnarsson í síðasta sunnudagsMogga.  Er stundum sammála honum, en núna næstum alveg. Þar sem greinin er "læst" hjá Mogga tek ég mér bessaleyfi og kem á framfæri nokkrum atriðum úr henni (skora á sem flesta að lesa hana).   Að vísu sýnist mér hann vitna í "athafnamann af nýrri kynslóð Íslendinga" þannig að ekki er alveg klárt að skoðanir séu Styrmis, en reikna þó með að svo sé, skiptir í raun ekki máli.

Hef um árabil nefnilega verið að japla á þessu sama efni við þá, sem nenna að hlusta mig. Einkum hafði ég áhyggjur af öllum þessum byggingakrönum hér um árið, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka.

Of margir bankar og útibú (a.m.k. á höfuðb.svæðinu).  Útibú flestra stundum á sömu torfunni !  T.d. í Kópavogi við Hamraborg á ca. 2.000 fermetrum:  Íslandsbanki, Landsbanki og Byr ! (Og Arion á Smáratorgi).  Skyldu þeir ekki vera búnir að átta sig á því að stór hluti þjóðarinnar er kominn með heimabanka?  Húsnæði þeirra eru yfirleitt ekkert slor.

Of margar benzínstöðvar og of mikið í þær lagt. Tökum aftur dæmi úr Kópavogi:  N1, Orkan og Atlantsolía á sömu torfunni, ca. 1.000 fermetrum. Sumar opnar allan sólarhringinn.  Til hvers?   Við getum afgreitt okkur sjálf.  Margar hverjar eru orðnar eins og veitingastaðir og smásöluverzlanir. Hvaða áhrif hefur þetta á eldsneytisverð?  Til lækkunar eða.... hvað?

"Hópun" fyrirtækja í sömu grein er svo sum viðurkennd í markaðsfræðum.  Minna má á t.d. allar húsgagnaverzlanirnar á Grensásvegi og nágrenni  í R.vík fyrir mörgum árum. Viðskiptavinir gátu gengið á milli á litlu svæði og borið saman verð og gæði o.s.frv.    E....n þar ríkti samkeppni ! 

Of margar matvöruverzlanir á of fáum fermetrum.  Til hvers að vera með opið allan sólarhringinn hjá svo mörgum?  Kemur fram í of háu vöruverði.

Of mörg bílaumboð að selja of fá bíla. 

Of mörg sveitarfélög.  T.d. á höfuðb.svæðinu myndu ca. 2 nægja, hugsanlega bara eitt.   Jafnvel eitt sveitarfélag á svæði, sem orðið er eitt atvinnusvæði, þ.e. frá Árborg í austri til Borgarbyggðar og Reykjanes með talið. E...n ef þetta er fært í tal  fara allir "smá kóngarnir" og embættismennirnir upp á afturlappirnar og hafna slíkum hugmyndum.  Þeir missa nefnilega spóna úr öskum sínum.  Hugsið ykkur allar nefndirnar í öllum sveitarfélögum, fjölda bæjarfulltrúa, nefndarmanna o.s.frv. sem hægt væri að fækka og spara útgjöldin og þar með lækka útsvarið !

Utanríkisþjónustan er náttúrulega bara hlægileg, m.v. nýjustu tækni í samskiptum.  Höfum ekkert að gera með öll þessi sendiráð og þann flottræfilshátt, sem þeim fylgir.   Herrabústaðir og móttökusalir í húsum í "fínum" hverfum erlendis er einungis gamaldags hugsun og úreld.  Fækkun þeirra er lækkun skatta!  

Okkur hinum hagsýnu húsmæðrum og feðrum þykir þetta vera allt frekar augljóst en hvers vegna ekki bæði einkafyrirtækjum og  stjórnvöldum?  Þetta eru engin geimvísindi !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Sigurðsson

Höfundur

Hilmar Sigurðsson
Hilmar Sigurðsson
Viðskiptafræðingur, en tek mest mark á því, sem amma mín kenndi mér (f. fyrir aldamótin 1900).  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband