Sérstakur sjóður ??

Er þá nokkur sérstök ástæða til þess að setja allt á annan endan t.d. í skólamálum, ef til eru sjóðir til þess að styrkja reksturinn?


mbl.is Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps ! Gullfiskaminni?

Munið þið ekki eftir því á síðustu öld, að launum opinberra starfsmanna var haldið niðri, lon og don, einmitt vegna betri lífeyrissj.kjara ?  Ennfremur er það svo, að til þess að "jafna" hin lágu laun opinb. starfsm. við markaðinn, er greidd óunnin yfirvinna, og af henni er ekki greitt í lífeyrissjóði !  Skora á ykkur að snúa ykkur miklu heldur að því að afnema þær tekjutengingar á milli TR og t.d. lífeyrissjóða sem m.a. voru settar á 1. júlí 2009. Allt það fólk eru búið að greiða sinn skerf inn í kerfið með sköttum. Og er enn að gr. skatta af lífeyrissj. greiðslum.   Þekki til öryrkja, sem fyrir vikið varð af kr. 300.000.- pr. ár.  Í félagskerfinu er ekkert tillit tekið til fjárhagsstöðu, einungis tekna.  Hvað á að gera við skuldbindingar?  Þetta er svo mikil della að ekki tekur nokkru tali.   Lífskjör versnuðu.  Þar með fauk sparnaður út í veður og vind. (sparnaður fólks hlýtur að vera ríkissjóði til góðs?)  Ekkert eftir í óvænt útgjöld !  Bilaður bíll o.þ.h.  Engin ferðalög, ekki leikhús, ekki annað TV en hið átroðna RUV o.s.frv.    E...n þetta er ríkisstjórn hinna samfélagslegu viðmiða !  Og ykkur virðist vera skítsama !   Stjórnvöld gera ekkert: þetta kemur í næstu viku eða þarnæstu !  Hversu langur er þráðurinn?  Spyr sá, sem ekki veit.  En þið eruð samanlagt óttalegir eymingar í því að bæta lífskjörin ! 

 


mbl.is Vilja afnema ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG........

byrjar á Ég í 6 málsgreinum af 8 !  Hvað segir það okkur?   Aðalmaðurinn á svæðinu ?
mbl.is Heppilegt að málið sé komið í lögformlegan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vááá ! kom í ljós !

Ég, sem  hélt að landskjörstjórn væri hafin yfir "pólitík", en með yfirlýsingu formannsins "kom í ljós" eins og við börnin segjum, þegar haft er rangt við, að það er maðkur í mysunni !   Gaman væri að vita hvernig kjörstjórnin (formaðurinn) fylgdust með talningavélinni telja atkvæðin, sem þær (vélin og stjórnin) töldu gild??????

 


mbl.is Segir Hæstarétt hafa farið út fyrir sitt svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir nú bara ruglið

sem alltaf hefur verið í gangi hjá olíufélögunum.  Verð getur sveiflast með markatölu í handbolta, en að meðaltali alltaf skv. e-m óskiljanlegum verðútreikningum á heimsmarkaðsverði alltaf til hækkunar !  Og engin samkeppni, heldur augsýnileg verðsamráð.  Hvað er samk.eftirlitið að gera í vinnunni?   Aka á milli stöðva?   Er ekkert ath.vert við þessa fimmaura, sem eru að skilja á milli?

 

 


mbl.is Bensínlítrinn á 91,20 á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg lenska

Gæði eru ekki léleg, góð né slæm.   Þau eru t.d. lítil eða mikil !
mbl.is Léleg loftgæði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hilmar Sigurðsson

Höfundur

Hilmar Sigurðsson
Hilmar Sigurðsson
Viðskiptafræðingur, en tek mest mark á því, sem amma mín kenndi mér (f. fyrir aldamótin 1900).  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband